Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

LPGA: Reid fagnaði sínum fyrsta sigri
Mel Reid.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 4. október 2020 kl. 22:24

LPGA: Reid fagnaði sínum fyrsta sigri

Mel Reid vann í dag sitt fyrsta mót á LPGA mótaröðinni þegar að hún bar sigur úr býtum á Shoprite LPGA Classic mótinu. Sigur hennar var nokkuð öruggur en hún endaði tveimur höggum á undan Jennifer Kupcho.

Fyrir daginn var Reid höggi á undan Kupcho en þegar 12 holur voru búnar á lokahringnum var sá munur orðinn fjögur högg. Kupcho náði aðeins að laga stöðuna undir lokin en sigur Reid var aldrei í hættur.

Örninn 2025
Örninn 2025

Reid lék lokahringinn á fjórum höggum undri pari og endaði mótið á samtals 19 höggum undir pari. Þetta er fyrsti sigur hennar á mótaröðinni en hún hefur sex sinnum fagnað sigri á Evrópumótaröð kvenna.

Kupcho endaði ein í öðru sæti á 17 höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.