Fréttir

Martin Hermannsson fór holu í höggi á Leirdalsvelli
Martin sáttur með höggið. Mynd: Instagram.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 15. júlí 2019 kl. 22:18

Martin Hermannsson fór holu í höggi á Leirdalsvelli

Einn besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, fór holu í höggi í dag á Leirdalsvelli hjá GKG.

Martin, sem leikur með þýska liðinu Alba Berlin, fór holu í höggi á 17. holu Leirdalsvallar þar sem hann var í holli með félögum sínum úr körfuboltanum, Elvari Friðrikssyni og Trausta Eiríkssyni.

Í samtali við Kylfing sagði Martin að það hefði verið einstök tilfinning að ná draumahögginu en þetta er í fyrsta skiptið sem hann fer holu í höggi.

View this post on Instagram

A hole in one called for a picture

A post shared by Martin Hermannsson (@martinhermanns) on