Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

McIlroy brýtur blað í sögu PGA mótaraðarinnar
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 16. febrúar 2021 kl. 22:33

McIlroy brýtur blað í sögu PGA mótaraðarinnar

PGA mótaröðin tilkynnti í dag að Rory McIlroy yrði næstu stjórnarformaður leikmannasamtaka mótaraðarinnar (e. player advisory council) og verður hann þar með fyrsti kylfingurinn til að gegna starfinu sem kemur ekki frá Bandaríkjunum.

Í framboði voru ásamt McIlroy þeir Russel Knox og Kevin Streelman. Kylfingar mótaraðarinnar kusu og lauk kosningum 11. febrúar síðastliðinn.

McIlroy mun gegna hlutverkinu tímabilið 2021 og mun í framhaldinu taka sæti Jordan Spieth í stefnumótunarteymi mótaraðarinnar. Þar mun hann eiga sæti í þrjú ár (2022-2024).

Eins og kom fram hér að ofan er McIlroy fyrsti kylfingurinn til að vera stjórnarformaður samtakanna sem kemur ekki frá Bandaríkunum en leikmannasamtökin hófu göngu sína árið 1969.