Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

McIlroy kominn með 16 sigra á PGA mótaröðinni
Rory McIlroy.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 10. júní 2019 kl. 14:00

McIlroy kominn með 16 sigra á PGA mótaröðinni

Norður-Írinn Rory McIlroy bætti við sig sínum 16. sigri á PGA mótaröðinni í gær þegar hann sigraði á RBC Opna kanadíska mótinu. McIlroy er þar með kominn upp í 53. sæti yfir sigursælustu kylfinga á PGA mótaröðinni frá upphafi.

McIlroy sigraði fyrst á Quail Hollow meistaramótinu árið 2010 og hefur síðan þá sigrað á fimmtán mótum í viðbót og þar af fjórum risamótum.

Í vikunni fer Opna bandaríska mótið fram á Pebble Beach vellinum og verður McIlroy að teljast einn af þeim líklegustu til sigurs. McIlroy sigraði á Opna bandaríska mótinu árið 2011 en hefur einungis einu sinni endað í topp-10 á því móti síðan þá.

Allir 16 sigrar McIlroy á PGA mótaröðinni:

1. Quial Hollow Championship, 2010
2. Opna bandaríska, 2011
3. Honda Classic, 2012
4. PGA meistaramótið, 2012
5. Deutsche Bank Championship, 2012
6. BMW Championship, 2012
7. Opna mótið, 2014
8. Bridgestone Invitational, 2014
9. PGA Championship, 2014
10. Cadillac Match Play, 2015
11. Wells Fargo Championship, 2015
12. Deutsche Bank Championship, 2016
13. Tour Championship, 2016
14. Arnold Palmer Invitational, 2018
15. Players Championship, 2019
16. RBC Opna kanadíska, 2019