Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

McIlroy kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í þriðja sinn
Rory McIlroy sigraði meðal annars á Players meistaramótinu í ár.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 11. september 2019 kl. 18:53

McIlroy kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í þriðja sinn

PGA mótaröðin tilynnti í dag að Rory McIlroy væri kylfingur ársins 2019 en það voru kylfingar með keppnisrétt á mótaröðinni sem tóku þátt í kosningunni.

McIlroy hefur nú verið kosinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni þrisvar (2012, 2014 og 2019) en verðlaunin kallast Jack Nicklaus Award.

Hinn þrítugi McIlroy vann FedEx keppnina í ár í annað skiptið á ferlinum eftir sigur á Players meistaramótinu, Opna kanadíska og á lokamótinu sjálfu, TOUR Championship.

Valið stóð aðallega á milli McIlroy og Brooks Koepka sem sigraði einnig á 3 mótum en líklega hefur McIlroy haft betur vegna stöðugleikans sem hann sýndi. McIlroy var til að mynda með lægsta meðalskorið á mótaröðinni og þá endaði hann 14 sinnum meðal 10 efstu í mótum ársins.