Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

McIlroy telur skýrslu R&A og USGA peningasóun
Rory McIlroy
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 4. febrúar 2021 kl. 15:00

McIlroy telur skýrslu R&A og USGA peningasóun

Rory McIlroy heldur áfram að vera í sviðsljósinu en hann hefur nú tjáð sig um skýrslu R&A og USGA um takmörkun á högglengd. McIlroy er ekki par sáttur með tillögur sem fram koma í skýrslunni en markmiðið er að takmarka hversu langt kylfingar geta slegið með nútíma kylfum og boltum. 

Meðal tillagna sem fram koma í skýrslunni er að minnka hámarkslengd kylfu úr 48 tommum í 46 tommur og gera mótshöldurum kleift að hafa sér reglur um hvaða kylfur og bolta má nota. 

„Ég held að yfirvöld séu að horfa á leikinn frá svo takmörkuðu sjónarhorni, það sem þeir eru að reyna að gera hefur áhrif á 0,1% golf samfélagsins. 99% þeirra sem spila golf gera það fyrir ánægjuna. Þeir þurfa ekki að láta segja sér hvaða kylfur eða bolta þeir eigi að nota. Ég held að þessi skýrsla sé mikil sóun á tíma og peningum, vegna þess að peningunum sem það kostaði að gera þessa skýrslu hefði betur verið varið í að reyna að fá fleira fólk til þess að byrja í golfi."