Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Mickelson: „Ég hef spilað skelfilega“ | Ætlar sér aftur í topp 50
Phil Mickelson
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 11:30

Mickelson: „Ég hef spilað skelfilega“ | Ætlar sér aftur í topp 50

Eins og greint var frá í gær var Phil Mickelson í fyrsta sinn í 26 ár ekki á meðal 50 efstu kylfinganna á heimslistanum. Mickelson situr í 51. sæti á nýjum lista eftir að hafa endað jafn í 28. sæti á HSBC Champions heimsmótinu um helgina.

„Þetta var gott 'run'. Því miður hef ég spilað skelfilega síðustu átta mánuði og hef misst af lestinni. En ég mun komast aftur inn."

Mickelson komst fyrst á meðal 50 efstu í nóvember árið 1993 en þá var Jordan Spieth aðeins þriggja mánaða gamall. 

„Þetta er frekar ótrúlegt, að hann hafi verið á toppnum svona langt inn í fimmtugsaldurinn, þegar tekið er tillit til þess hversu mikinn tíma fjölskylda tekur frá golfinu," sagði Spieth.

„Þú ert ekki eins skarpur því þú ert ekki að spila jafn mikið. Ég gef honum mikið lof fyrir síðustu sjö til tíu ár."

Rory McIlroy tjáði sig einnig um málið:

„Að vera á meðal 50 efstu síðan 1993, það þýðir engin meiðsli, engar pásur, ekkert. Bara spila leikinn og halda áfram."