Fréttir

Mickelson og Daly á meðal þeirra sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn
Phil Mickelson sigraði á AT&T Pebble Beach Pro-Am árið 2019.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 13. febrúar 2021 kl. 10:00

Mickelson og Daly á meðal þeirra sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn

Líkt og Kylfingur greindi frá fyrr í dag er Jordan Spieth með eins höggs forystu á toppi AT&T Pebble Beach Pro-Am mótsins sem fer fram á PGA mótaröðinni um helgina.

Á hinum endanum eru sterkir kylfingar úr leik en skorið var niður eftir tvo hringi líkt og vanalega á mótaröðinni.

Á meðal þeirra sem eru úr leik í ár eru risameistararnir Phil Mickelson og John Daly. Sá fyrrnefndi sigraði á þessu móti árið 2019 sem er jafnframt síðasti sigurinn hans á mótaröðinni.

Mickelson og Daly áttu það sameiginlegt í mótinu að spila á 80 höggum en Mickelson gerði það á öðrum keppnisdegi og Daly á þeim fyrsta.

Sterkir kylfingar úr leik á AT&T Pebble Beach:

Par, Jimmy Walker
+1, Luke Donald
+3, Rickie Fowler
+4, Rafa Cabrera Bello
+6, Alex Noren
+10, Phil Mickelson
+13, John Daly

Þriðji hringur mótsins fer fram í dag. Hér er hægt að sjá stöðuna.


John Daly.


Rickie Fowler er einnig úr leik.