Miðnætur og styrktarmót GO fer fram í kvöld
Powerade miðnæturmót GO fer fram í kvöld á Urriðavelli en það er styktarmót fyrir afrekssveitir golfklúbbsins Odds. Flott verðlaun eru í mótinu og fjöldi aukavinninga. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 20:00 en mæting er á svæðið klukkan 19:00 og verður súpa í boði fyrir þátttakendur. Einnig verður Powerade-teiggjöf frá Vífilfelli. Allt þátttökugjaldið rennur beint til afrekssveita GO. Það er skemmtileg upplifun að leika fram yfir miðnætti á þessum árstíma og hvað þá þegar leikið er inn í nóttina á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslendinga.
Verðlaun í mótinu verða sem hér segir.
1. sæti karla höggleik - 25.000 kr. gjafabréf frá Vífilfell + Satt Brunch fyrir tvo á Icelandair Hótel+ DVD pakki (Myndform) + z star 3boltar
1. sæti kvenna í höggleik - 25.000 kr. gjafabréf frá Vífilfell + Satt Brunch fyrir tvo á Icelandair + DVD pakki (Myndform) + z star 3boltar
1. sæti karla punktakeppni 25.000 kr. gjafabréf frá Vífilfell + Danski Barinn + DVD pakki (Myndform) + z star 3boltar
1. sæti kvenna í punktakeppni - 25.000 kr. gjafabréf frá Vífilfell +Enski Barinn + DVD pakki (Myndform) + z star 3boltar
2. sæti karla í punktakeppni –Hringur fyrir 2 á Urriðavöll + Gjafakarfa frá Lýsi + gjafabréf á Serrano
2. sæti kvenna í punktakeppni - Hringur fyrir 2 á Urriðavöll + Gjafakarfa frá Lýsi + gjafabréf á Serrano
3. sæti karla í punktakeppni - Hringur fyrir 2 á Urriðavöll + Gjafakarfa frá Lýsi
3. sæti kvenna í punktakeppni - Hringur fyrir 2 á Urriðavöll + Gjafakarfa frá Lýsi
Næst holu á 4. Braut - Gjafabréf uppá 4 kassa af Powerade frá Vífilfell + Serrano
Næst holu á 8. Braut - Gjafabréf upp á 2 kassa af gosi í gleri að eigin vali frá Vífilfell + Serrano
Næst holu á 13. Braut - Gjafabréf upp á 4 kassa af Powerade frá Vífilfell + Serrano
Næst holu á 15. Braut - Gjafabréf upp á 2 kassa af gosi í gleri að eigin vali frá Vífilfell + Serrano
Lengsta Teighögg karla á 10. braut - Gjafabréf upp á 4 kassa af Powerade frá Vífilfell
Lengsta Teighögg kvenna á 9. Braut - Gjafabréf upp á 4 kassa af Powerade frá Vífilfell
Einnig fjöldi annara verðlauna m.a.
10. sæti – Alias spil (Myndform)
22. sæti - gjafapakkning frá Adidas (Örninn Golf)+ Titleist Velocity (3 boltar)
30. sæti - Alias spil (Myndform)
60. sæti - Golflúffur (heimasmíðaðar) + Titleist Velocity (3 boltar)
75. sæti – 2 x gjafabréf á Serrano
Lestarsæti (síðasta sætið) fær svo vinning – bíómiði fyrir tvo Laugarásbíó
Næst holu í tveimur höggum á 2. Braut - Gjafabréf upp á 2 kassa af gosi í gleri að eigin vali frá Vífilfell
Næst holu í tveimur höggum á 7. Braut - Gjafakarfa frá Nóa Siríus
Næst holu í tveimur höggum á 16. Braut - Gjafabréf upp á 2 kassa af gosi í gleri að eigin vali frá Vífilfell
Næst holu í þremur höggum á 5. Braut - Gjafakarfa frá Nóa Siríus
Næst holu í þremur höggum á 18. Braut – netpungur frá Símanum
Einnig verður dregið úr skorkortum og eru verðlaun eftirfarandi:
- Hringur á Urriðavelli fyrir tvo
- Gjafakarfa frá Nóa Siríus
- Gjafakarfa frá Nóa Siríus
- Netpungur frá Símanum
- DVD pakki frá Myndform
- Húfa frá Örninn golf
- Húfa frá Örninn golf
- Hinn barinn gjafabréf
Vipp eða púttkeppni að hætti mótstjórnar – SAMSUNG Galaxy Y sími frá Símanum