Monty í bobba
Colin Montgomerie, Ryder-fyrirliði Evrópu, hefur ekki náð sér á strik á völlum heimsins síðustu misseri og hefur m.a. kennt um annríkinu sem fylgir fyrirliðastarfinu.
Nú hefur hins vegar komið í ljós að hann hefur einnig verið að hitta gamla kærustu á laun, og er nú að reyna að bjarga hjónabandi sínu, en hann giftist Gaynor Knowles við mikla viðhöfn fyrir tveimur árum.
Í fréttatilkynningu sagði Monty að hann hafi ollið erfiðleikum í hjónabandinu, en sé að vinna í því með fjölskyldu sinni. Hann bað alla þá sem hann hefur sært, afsökunar á framferði sínu, og biður um frið til að leysa málin innan fjölskyldunnar.“
Ef eitthvað má ráða í „aldur og fyrri störf“ bresku slúðurpressunnar verða blöðin trauðla við þeirri beiðni og verður fróðlegt að sjá hvort þetta mál eigi eftir að hafa áhrif á leik og störf hjá Monty.