Fréttir

Morikawa sigraði á Opna mótinu
Morikawa sigraði nokkuð örugglega á Opna mótinu
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 18. júlí 2021 kl. 17:39

Morikawa sigraði á Opna mótinu

Hinn 24 ára gamli Bandaríkjamaður Collin Morikawa sigraði á Opna mótinu sem lauk rétt í þessu. Morikawa lék lokahringinn á 66 höggum og endaði samtals á 15 höggum undri pari í mótinu.

Jordan Spieth kom næstur á eftir Morikawa á 13 höggum undir pari.

Þetta var í fyrsta skipti sem Morikawa leikur á Opna mótinu og einungis áttunda risamótið hans. Í þessum átta mótum hefur hann nú unnið tvo sigra. Líklega á hann eftir að vinna marga stóra sigra, ný stórstjarna er fædd. Þarna er frábær kylfingur á ferðinni og sá allra besti í járnahöggum. Þegar pútterinn er heitur eins og í dag er fátt sem stöðvar Morikawa.

Jordan Spieth var sá eini sem náði að veita Morikawa einhverja keppni. Spieth var of oft í vandræðum til þess að geta sett alvöru pressu á Morikawa en náði eins og svo oft áður að bjarga sér á ótrúlegan hátt inn á milli. 

Louis Ooshuizen sem leiddi fyrir lokahringinn náði sér aldrei á strik í dag og endaði jafn Jon Rahm í 3. sæti.

Lokastaðan á mótinu