Fréttir

Myndband: Besti áhugamaður heims slær boltann aftur á bak í rokin á Englandi
Cole Hammer.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 6. september 2019 kl. 21:16

Myndband: Besti áhugamaður heims slær boltann aftur á bak í rokin á Englandi

Walker Cup keppnin hófst í dag en þá leika bestu áhugamenn Bandaríkjanna á móti bestu áhugamönnum Stóra-Bretlands og Írlands. Leikið er með svipuðu fyrirkomulagi og í Ryder bikarnum. Að þessu sinni er leikið á Royal Liverpool vellinum á Englandi.

Fyrsta umferð mótsins verður leikinn á morgun og voru því liðin við æfingar í dag þrátt fyrir mikið rok. Til marks um hversu mikið rok var á vellinum í dag þá birti besti áhugamaður heims, Cole Hammer, sem leikur með bandaríska liðinu, myndband af sér sló bolta af tíi. Hann var einungis með fleygjárn en sveiflan virtist nokkuð löng en boltinn endaði aftur í höndunum á honum.

Sjón er sögu ríkari en myndbandi má sjá hér að neðan.