Fréttir

Myndband: DeChambeau segist ekki spila hægt
Bryson DeChambeau.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 11. ágúst 2019 kl. 11:51

Myndband: DeChambeau segist ekki spila hægt

Bryson DeChambeau hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir hægan leik sem náðist á myndband á Northern Trust mótinu sem fer fram um þessar mundir á PGA mótaröðinni.

Eftir þriðja hring mótsins var DeChambeau fenginn í viðtal þar sem hann vildi endilega útskýra mál sitt og benti á aðra en sjálfan sig.

„Mikið af þessu er útaf kylfusveinunum, mikið af þessu ef útaf hinum kylfingunum,“ sagði DeChambeau.

„Þeir hugsa ekki um að labba hratt. Ég spila öðruvísi. Ég tek mínar 40 sekúndur sem eru leyfilegar, stundum meira en það, algjörlega. Það gerist í fimm prósent tilfella.

En ég skal segja ykkur að það er mjög óheppilegt hvernig ég kem út því það eru mjög margir á mótaröðinni sem taka sér mikinn tíma. Það er ekki talað um þá og fyrir mér er þetta ósanngjörn árás. Fólk áttar sig ekki á þeim skaða sem það veldur einstaklingnum.“

Eins og Kylfingur greindi frá á sunnudaginn hlaut DeChambeau gagnrýni frá nokkrum af meðspilurum hans á PGA mótaröðinni eftir að myndbandið fór í dreifingu.

„Fólk baktalar aðra allan tímann. Ef þeir vilja tala um þetta er ég til í að útskýra mitt mál með glöðu geði.“

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Viðtalið áhugaverða má sjá hér fyrir neðan.

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640