Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Myndband: DeChambeau setti niður tæplega 30 metra pútt
Bryson DeChambeau.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 9. ágúst 2020 kl. 11:30

Myndband: DeChambeau setti niður tæplega 30 metra pútt

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau er í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu sem fer fram á TPC Harding Park vellinum í Bandaríkjunum.

DeChambeau er á 6 höggum undir pari eftir fyrstu þrjá hringina, einungis þremur höggum á eftir Dustin Johnson sem er í forystu.

DeChambeau átti eitt af tilþrifum þriðja dagsins þegar hann setti niður tæplega 30 metra pútt fyrir fugli á 18. holu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Myndband af púttinu má sjá hér fyrir neðan: