Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Myndband: Fimm bestu högg helgarinnar frá Heimsmótinu í holukeppni
Matt Kuchar.
Þriðjudagur 27. mars 2018 kl. 15:00

Myndband: Fimm bestu högg helgarinnar frá Heimsmótinu í holukeppni

Heimsmótinu í holukeppni lauk nú á sunnudaginn með sigri Bubba Watson. Þetta var annar sigur hans á árinu og 11. sigur hans á PGA mótaröðinni.

Þar sem um eitt af Heimsmótunum var að ræða voru flestir af bestu kylfingum heims samankomnir. Því var mikið um fína drætti. Til að mynda fékk Watson þrjá erni alla helgina, sem er eflaust meira en margir munu fá á öllu árinu.

Örninn 2025
Örninn 2025

En hann átti þó ekki neitt högg á listanum yfir fimm bestu höggin. Það voru þeir Patrick Reed, Louis Oosthuizen og Cameron Smith sem áttu högg á listanum og sátu þeir í sætum fimm til þrjú.

Það var síðan Sergio Garcia sem átti annað besta högg helgarinnar. Á 12. holunni lenti Garcia á stíg sem hann vildi frekar slá af en fá lausn. Til þess að renna ekki á stígnum ákvað Garcia að fara úr skónum og slá höggið aðeins á sokkunum. Höggið heppnaðist nógu vel til að komast í annað sæti yfir bestu högg helgarinnar.

Það var svo Matt Kuchar sem átti besta högg helgarinnar. Höggið kom á sjöundu holunni, sem er par 3 hola og heppnaðist höggið fullkomlega. Myndband af öllum höggunum má sjá hér að neðan.