Fréttir

Myndband: Fleetwood fór holu í höggi á 17.
Tommy Fleetwood.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 14:21

Myndband: Fleetwood fór holu í höggi á 17.

Players meistaramótið, stærsta mót ársins haldið af PGA mótaröðinni, hófst í morgun. Fyrstu menn hafa nýlokið við fyrri níu holurnar og eru efstu menn á fjórum höggum undir pari.

Tommy Fleetwood er á meðal keppenda en hann hefur ekki leik fyrr en klukkan 14:02 að staðartíma, sem er 18:02 að íslenskum tíma.

Líkt og alltaf fer mótið fram á hinum sögufræga velli TPC Sawgrass en hann er eflaust hvað þekktastur fyrir 17. holuna. Holan er stutt par 3 hola en kylfingar þurfa þar að slá á eyju sem er um 120 metra frá teignum. Fleetwood gerði sér lítið fyrir og fór holu í gær á æfingahring og þrátt fyrir að um æfingahring hafi verið að ræða þá voru gríðarleg fagnaðarlæti.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

View this post on Instagram

Really cool moment for me today👌🏻👌🏻

A post shared by Tommy Fleetwood (@officialtommyfleetwood) on