Myndband: Hend sigraði eftir bráðabana
Ástralinn Scott Hend sigraði í dag á Maybank Championship mótinu sem fór fram á Evrópumótaröð karla eftir bráðabana gegn Spánverjanum Nacho Elvira.
Fyrir lokahring mótsins var Hend þremur höggum á eftir Elvira og höggi á eftir David Lipsky. Þegar þrjár holur voru eftir af mótinu var svo Hend tveimur höggum á undan Elvira og var baráttan þá einungis á milli þeirra tveggja.
Elvira fékk fugl á 16. holu og setti svo niður magnað pútt á lokaholu mótsins til að jafna Hend og knýja fram bráðabana. Myndband af púttinu má sjá hér fyrir neðan.
CAN YOU BELIEVE THAT!!@nachoelvira87 has drained it! pic.twitter.com/O1lfYU5FHQ
— The European Tour (@EuropeanTour) March 24, 2019
18. holan var leikin í bráðbananum og hafði þar reynsluboltinn Hend betur með því að setja um eins metra pútt niður fyrir fugli. Hend er nú kominn með þrjá sigra á Evrópumótaröðinni.
He's done it!@hendygolf wins the 2019 Maybank Championship! 🏆 pic.twitter.com/qZwGgSnIb3
— The European Tour (@EuropeanTour) March 24, 2019
Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Sigrar Hend á Evrópumótaröðinni:
2014: Hong Kong Open
2016: True Thailand Classic
2019: Maybank Championship