Fréttir

Myndband: Homa fékk fugl á öllum par 3 holunum
Max Homa. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 14. febrúar 2021 kl. 09:57

Myndband: Homa fékk fugl á öllum par 3 holunum

Það þykir vanalega ekki efni í frétt þegar einn besti kylfingur heims fær nokkra fugla á sama hringnum. Á því varð þó undantekning í gær þegar Bandaríkjamaðurinn Max Homa fékk fugl á öllum par 3 holunum á Pebble Beach vellinum á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu.

Homa er einungis sjöundi kylfingurinn frá árinu 1983 sem afrekar það að fá fugla á öllum fjórum par 3 holunum á Pebble Beach velinum. Holurnar eru frekar krefjandi og þá sérstaklega á seinni níu en flatirnar á Pebble Beach eru með þeim minnstu á PGA mótaröðinni.

Homa spilaði þriðja hringinn á fjórum höggum undir pari og er samtals á 9 höggum undir pari í mótinu, jafn í 11. sæti fyrir lokahringinn.

Myndband af par 3 holunum hjá Homa má sjá hér fyrir neðan: