Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Myndband: Mickelson með frábært högg úr mölinni
Phil Mickelson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 6. október 2019 kl. 12:02

Myndband: Mickelson með frábært högg úr mölinni

Vanalega er það heimsklassa stutta spil Phil Mickelson sem kemur manni á óvart. Um helgina var það mögnuð björgun hjá kappanum sem átti sér stað langt frá flötinni, nánar tiltekið í möl fyrir aftan tré.

Mickelson hafði misst teighöggið sitt á annarri holu TPC Summerlin vallarins til vinstri og var boltinn hans staðsettur vinstra megin við veg sem liggur meðfram holunni. Mickelson þáði ekki lausn frá veginum og ákvað því að standa á honum þegar hann sló höggið.

Til þess að eiga möguleika á því að hitta flötina þurfti Mickelson að slá boltann í mikilli sveigju frá hægri til vinstri eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Þrátt fyrir þessa flottu björgun hjá Mickelson er Bandaríkjamaðurinn einungis í 69. sæti á Shriners Open mótinu fyrir lokahringinn sem fer fram í dag.