Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Myndband: Ólafur rifjar upp ótrúlegan sigur sinn í Grafarholtinu árið 2009
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 6. ágúst 2019 kl. 07:35

Myndband: Ólafur rifjar upp ótrúlegan sigur sinn í Grafarholtinu árið 2009

Íslandsmótið í höggleik hefst á fimmtudaginn og snýr mótið nú aftur í Grafarholtið en síðast var mótið haldið þar árið 2009.

Það muna eflaust margir eftir mótinu enda er þetta eitt eftirminnilegasta Íslandsmót síðustu ára. Þegar fjórar holur voru eftir af mótinu var Stefán Már Stefánsson með fjögurra högga forysta á Ólaf Björn Loftsson. Síðustu fjórar holurnar á Grafarholtsvelli eru ekki þær auðveldustu á vellinum en Ólafi tókst engu að síður að fá fugl á þær allar. Á meðan fékk Stefán fjögur pör og þurfti því bráðabana.

Örninn 2025
Örninn 2025

Á fyrstu holu umspilsins fékk Ólafur fimmta fuglinn sinn í röð á en Stefán fékk skolla og var Ólafur því kominn með tveggja högga forystu þegar tvær voru eftir. Ólafur sigldi sigrinum í höfn en nánari upprifjun og viðtal við þá félaga má sjá hér að neðan.