Fréttir

Myndband: Skondið atvik hjá Day
Jason Day.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 5. mars 2021 kl. 23:10

Myndband: Skondið atvik hjá Day

Jason Day lenti í ansi óvenjulega atviki á öðru degi Arnold Palmer Invitational mótsins, ef ekki hefði verið fyrir hjálp kíkis hefði útkomin getað orðið mun verri.

16. holan á Bay Hill vellinum er léttasta holan í mótinu hingað til. Day lét hana þó ekki líta þannig út í dag því teighöggið rataði beint út í tré, þar sem boltinn virtist aldrei koma niður. Þegar hann mætti á svæðið sá hann þó bolta uppi í trénu en gat á enga hátt vitað hvort þetta væri boltinn sinn.

Þá fékk Day kíki lánaðan hjá einhverjum á svæðinu, en samkvæmt golfreglum má nota kíki svo framarlega sem hann hefur ekkert annað notagildi, og gat hann þannig skorið úr um hvort þetta væri rétt boltinn. Hann sá merkið sitt á boltanum og fékk að taka víti undir trénu. Day fékk tvöfaldan skolla á holunni sem verður að teljast slæmt þar sem um léttustu holu vallarins var að ræða.

Sjón er sögu ríkari og má sjá myndband hér að neðan. Það er eflaust ekki oft sem íslenskir kylfingar lendi í þessu þar sem lítið er um há tré á golfvöllum landsins en lenti kylfingar í þessum aðstæðum vita þeir hvað skal gera.