Fréttir

Myndband: Stenson ekki sáttur og kylfan fékk að finna fyrir því
Henrik Stenson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 21. júlí 2019 kl. 19:30

Myndband: Stenson ekki sáttur og kylfan fékk að finna fyrir því

Það voru erfiðar aðstæður á lokadegi Opna mótsins sem kláraðist fyrr í dag með sigri Írans Shane Lowry. 

Henrik Stenson fagnaði sigri á þessu móti árið 2016 hafði átt ágætis mót og var í fínum málum fyrir lokadaginn á samtals sex höggum undir pari. Hann náði sér þó ekki á strik í dag og kom í hús á 76 höggum, eða fimm höggum yfir pari. Hann endaði mótið því á einu höggi undir pari, jafn í 20. sæti.

Á 17. holunni í dag virtist mælirinn algjörlega fyllast þegar hann lenti í því að „sjanka“ boltann og endaði boltinn fyrir aftan áhorfendapalla. Í stað þess að skila kylfunni til kylfubera síns þá ákvað Stenson að brjóta hana í tvennt. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.