Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Myndband: Tryggði sér þátttökurétt á Opna mótinu með þessu pútti
Marcus Armitage. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 12. janúar 2020 kl. 16:59

Myndband: Tryggði sér þátttökurétt á Opna mótinu með þessu pútti

Englendingurinn Marcus Armitage endaði í þriðja sæti á fyrsta móti ársins á Evrópumótaröð karla, SA Open, sem kláraðist í Suður-Afríku í dag.

Armitage tryggði sér þriðja sætið með því að setja rúmlega fjögurra metra pútt niður fyrir fugli á lokaholunni en það sást vel á fagnaðarlátum hans hve mikið var undir.

„Ég vissi að með fugli yrði ég án vafa með í mótinu í næstu viku sem og á Opna mótinu þannig að ég var virkilega sáttur að setja það niður,“ sagði Englendingurinn í viðtali eftir hringinn.

Hinn 32 ára gamli Armitage verður með á Opna mótinu í annað skiptið á ferlinum en hann komst einnig í mótið árið 2018 en þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.