Myndband: Viðtal við Paul Goydos | Hefur fengið margar sektir á PGA
Paul Goydos vann Charles Schwab Cup mótið í Arizona í gær sem var lokamót tímabilsins á Champions mótaröð PGA fyrir kylfinga 50 ára og eldri. Þetta var fjórði sigur hans á mótaröðinni. Hann endaði einnig í þriðja sæti á stigalista Champions mótaraðarinnar á tímabilinu.
Goydos hefur átt skrautlegan atvinnuferil en helstu afrek hans voru tveir sigrar á PGA mótaröðinni og þegar hann lék á 59 höggum á John Deere Classic mótinu 2010.
Skratch TV tók skemmtilegt viðtal við Goydos þar sem hann talar meðal annars um þegar hann lék með Donald Trump og sektirnar sem hann hefur fengið í gegnum tíðina fyrir orðbragð og hegðun á PGA mótaröðinni:
.@PaulGoydosPGA earns his 4th @ChampionsTour win.
— SkratchTV (@skratchTV) November 13, 2016
From his 59 to getting fined, Paul’s seen it all, and has the stories to prove it. pic.twitter.com/VhiKXQyHf7