Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Myndband: Westwood í einnar-kylfu keppni ásamt fleirum
Lee Westwood.
Miðvikudagur 22. júlí 2020 kl. 18:10

Myndband: Westwood í einnar-kylfu keppni ásamt fleirum

Evrópumótaröð karla er farin af stað að nýju en tvö mót hafa nú þegar verið leikin eftir hlé var gert á mótaröðinni vegna kórónuveirufaraldursins. Næsta mót á dagskrá er British Masters mótið en það hófst fyrr í dag.

Gestgjafi mótsins, Lee Westwood, var fyrr í vikunni fenginn til þess að taka þátt í einnar-kylfu keppni ásamt Graeme Storm sem er á meðal keppenda í mótinu. Með þeim léku þeir Dan Walker, blaðamaður BBC, og Alan Shearer.

Örninn 2025
Örninn 2025

Allir léku þeir með eina kylfu og áttu þeir að velja sína uppáhalds kylfu. Westwood lék með drævernum á meðan Storm lék með pútternum. Walker lék með 2 járninu sínu að lokum valdi Shaerer að leika með 9 járni.

Westwood og Walker voru saman í liði og Storm og Shaerer voru saman. Myndband af árangri þeirra má sjá hér að neðan en þeir félagar virtust skemmta sér konunglega í þessari áskorun.