Golfbúðin #Hamar
Golfbúðin #Hamar

Fréttir

Myndband: Westwood í einnar-kylfu keppni ásamt fleirum
Lee Westwood.
Miðvikudagur 22. júlí 2020 kl. 18:10

Myndband: Westwood í einnar-kylfu keppni ásamt fleirum

Evrópumótaröð karla er farin af stað að nýju en tvö mót hafa nú þegar verið leikin eftir hlé var gert á mótaröðinni vegna kórónuveirufaraldursins. Næsta mót á dagskrá er British Masters mótið en það hófst fyrr í dag.

Gestgjafi mótsins, Lee Westwood, var fyrr í vikunni fenginn til þess að taka þátt í einnar-kylfu keppni ásamt Graeme Storm sem er á meðal keppenda í mótinu. Með þeim léku þeir Dan Walker, blaðamaður BBC, og Alan Shearer.

Allir léku þeir með eina kylfu og áttu þeir að velja sína uppáhalds kylfu. Westwood lék með drævernum á meðan Storm lék með pútternum. Walker lék með 2 járninu sínu að lokum valdi Shaerer að leika með 9 járni.

Westwood og Walker voru saman í liði og Storm og Shaerer voru saman. Myndband af árangri þeirra má sjá hér að neðan en þeir félagar virtust skemmta sér konunglega í þessari áskorun.