Fréttir

Myndband: Woods í ruslinu
Tiger Woods.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 18. febrúar 2020 kl. 09:30

Myndband: Woods í ruslinu

Það gekk á ýmsu hjá Tiger Woods um síðustu helgi á Genesis Invitational mótinu sem kláraðist á sunnudaginn. Á ferlinum hefur Woods gengið illa á þessu móti en það virtist ætla verða breyting á því eftir að hafa leikið fyrstu níu holur mótsins á fjórum höggum undir pari. Það fjaraði þó fljótt undan og 76 og 77 högg á tveimur síðustu hringjunum varð til þess að Woods endaði í síðasta sæti af þeim kylfingum sem komust í gegnum niðurskurðinn.

Á þriðja hringnum lenti Woods í því að fjórpútta sem er í annað skiptið á þessu ári sem það gerist. Í þessari samantekt að leið hans að síðasta sætinu má ekki sleppa að nefna atvikið á þriðju holunni á síðasta hringnum en það var 12. hola dagsins hjá Woods.

Teighöggið fór fór til vinstri í átt að áhorfendum og eftir að hafa leitað að boltanum í smá stund fannst boltinn ofan í ruslatunnu. Eins og sést í myndbandinu hér að neðan þá þurfti Woods að gramsa aðeins í ruslinu áður en að hann fann boltann. Hann náði að bjarga pari á holunni. Það dugði þó skammt því síðustu sex holurnar á fimm höggum yfir pari.