Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Myndband: Woods sigraði á Hero Shot mótinu fyrir Hero World Challenge
Tiger Woods.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 3. desember 2019 kl. 11:13

Myndband: Woods sigraði á Hero Shot mótinu fyrir Hero World Challenge

Hero World Challenge mótið hefst á morgun en það mæta margir af bestu kylfingum heims til leiks en mótið er haldið af Tiger Woods. Gestgjafinn hóf vikuna með látum en í gær fagnaði hann sigri á Hero Shot at Baha Mar viðburðinum sem fór fram í tilefni mótsins.

Sex kylfingar hófu leik í gær en ásamt Woods voru þeir Bryson DeChambeau, Gary Woodland, Henrik Stenson, Jon Rahm og Jordan Spieth með í keppninni.

Kylfingarnir slógu á skotmark sem var um 120 metra frá mottunni sem slegið var af. Þeir fengu 100, 200 og 500 stig eftir því hversu nálægt skotmarkinu þeir slógu.

Í fyrstu umferð hafði Woods betur gegn DeChambeau, Spieth hafði betur gegnu Woodland og Stenson vann Rahm. Þá var leikinn þriggja manna undanúrslit þar sem Stenson fékk 800 stig á meðan Spieth og Woods fengu báðir 900.

Þegar Woods átti eitt högg eftir í úrslitaleiknum var hann 100 stigum á eftir Spieth. Hann gerði sér lítið fyrir og setti boltann í miðjuna og fékk því 500 stig.

Keppnina í heild sinni má sjá hér að neðan.