Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Nordic Golf: Axel og Haraldur byrjuðu vel
Haraldur Franklín Magnús.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 12:10

Nordic Golf: Axel og Haraldur byrjuðu vel

Lokamót Nordic Golf mótaraðarinnar, Tour Final mótið, hófst í dag en tveir Íslendingar eru á meðal keppenda. Það eru þeir Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson. Þeir byrjuðu báðir vel og eru báðir á meðal 10 efstu eftir daginn.

Skor voru almennt mjög góð í dag en alls léku 29 kylfingar undir par af 38 kylfingum.

Haraldur byrjaði daginn rólega og fékk fjögur pör í röð. Hann fékk svo fimm fugla á næstu níu holum og var þá kominn fimm högg undir pari. Daginn endaði hann svo á fugli og lék því hringinn á 66 höggum, eða sex höggum undir pari. Haraldur er jafn í sjötta sæti eftir daginn.

Axel byrjaði daginn á þremur skollum en fylgdi því eftir með fjórum fuglum í röð. Hann bætti svo við fjórum fuglum til viðbótar á síðari níu holunum og endaði því daginn á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Axel er jafn í áttunda sæti.

Efstu menn eru á 10 höggum undir pari, þremur höggum á undan næstu mönnum. Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Axel Bóasson.