Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Nýtt vallarmet sett á meistaramóti GÖ
Þórir Baldvin Björgvinsson og Ásgerður Sverrisdóttir. Mynd: gogolf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 8. júlí 2019 kl. 19:30

Nýtt vallarmet sett á meistaramóti GÖ

Meistaramót Golfklúbbs Öndverðarness fór fram dagana 4.-6. júlí við frábærar aðstæður og lék besta veður sumarsins við kylfinga síðasta dag mótsins að sögn mótshaldara. Klúbbmeistarar 2019 eru þau Ásgerður Sverrisdóttir og Þórir Baldvin Björgvinsson.

Í kvennaflokki sýndi Ásgerður fádæma yfirburði en hún gerði sér lítið fyrir og sló vallarmetið á rauðum teigum á lokahring mótsins þegar hún kom inn á 70 höggum eða einu höggi undir pari vallarins.

Ásgerður lék hringina þrjá samtals á 12 höggum yfir pari og varð 37 höggum á undan Guðfinnu Þorsteinsdóttur sem varð önnur. Elísabet K Jósefsdóttir endaði í þriðja sæti.


Skorkort Ásgerðar á lokahringnum.

Í karlaflokki var meiri spenna um efsta sætið en eftir 54 holur voru þeir Þórir Baldvin og Sigurður Aðalsteinsson jafnir á 12 höggum yfir pari í heildina. Leika þurfti tvær holur í bráðabana til að knýja fram úrslit og þar hafði Þórir betur og hefur nú fagnað klúbbmeistaratitli GÖ þrisvar.

Helstu úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Meistaraflokkur karla

 1. sæti Þórir Baldvin Björgvinson
 2. sæti Sigurður Aðalsteinsson
 3. sæti Björn Andri Bergsson

Meistaraflokkur Kvenna

 1. sæti Ásgerður Sverrisdóttir
 2. sæti Guðfinna Þorsteinsdóttir
 3. sæti Elísabet K Jósefsdóttir

1. flokkur karla

 1. sæti Björn Sigurður Vilhjálmsson
 2. sæti Sævar Freyr Reynisson
 3. sæti Vilhjálmur Valgeirsson

1. flokkur Kvenna

 1. sæti Sigrún Bragadóttir
 2. sæti Jóhanna Sigmundsdóttir
 3. sæti Bryndís Þorsteinsdóttir