Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Ólafía Þórunn á von á barni
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 17. febrúar 2021 kl. 09:00

Ólafía Þórunn á von á barni

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tilkynnti á Instagram reikningi sínum í gær að hún ætti von á barni með unnusta sínum Thomas Bojanowski. Með myndinni birti hún texta þar sem fram kom að meðgangan væri hálfnuð og má því búast við að von sé á barninu um mitt sumar. Þetta mun vera fyrsta barn þeirra.

Gera má ráð fyrir að fókusinn hjá Ólafíu verði því ekki á golfinu í vor og sumar en hún hefur verið einn fremsti kylfingur Íslands undanfarin ár og var til að mynda kosin Íþróttamaður ársins árið 2017.

Kylfingur.is óskar Ólafíu og Thomas innilega til hamingju með væntanlegan erfingja.