Fréttir

Ólafur Björn á 65 höggum á Hvaleyrarvelli
Ólafur Björn Loftsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 29. júní 2020 kl. 10:00

Ólafur Björn á 65 höggum á Hvaleyrarvelli

Opna Ecco mótið var haldið á Hvaleyrarvelli þann 27. júní við frábærar aðstæður. Veðrið lék við kylfinga og mátti sjá nokkur frábær skor.

Aðalkeppni mótsins var punktakeppni en þá voru einnig verðlaun fyrir besta skor og nándarverðlaun.

Ólafur Björn Loftsson lék best allra í mótinu en hann spilaði á 65 höggum eða 6 höggum undir pari. Ólafur fékk alls 8 fugla og 9 pör en fékk tvöfaldan skolla á 18. holu. Skorkortið hans má sjá hér fyrir neðan.

Ólafur var einungis höggi betri en hinn ungi og efnilegi Lárus Garðar Long frá Vestmannaeyjum sem lék á 66 höggum. Skorkortið hans er hér fyrir neðan.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Besta skor

Ólafur Björn Loftsson 65 högg

Punktakeppni

1. sæti – Sigurjón Georg Ingibjörgsson 45 punktar
2. sæti – Arnar Freyr Gíslason 44 punktar
3. sæti – Örvar Þór Guðmundsson 43 punktar

Nándarverðlaun

4. braut – Magnús Kári Jónsson 3,61m
6. braut – Daníel Ingi Sigurjónsson 0,82m
10. braut – Daníel Rodriguez 0,28m
15. braut – Þórður Einarsson 1,74m