Öldungarnir leika á St.Andrews í fyrsta sinn
Tilkynnt hefur verið að Gamli völlurinn á St. Andrews muni halda Opna Breska meistaramót eldri kylfinga árið 2018. Verður þetta í fyrsta sinn sem að mótið fer fram á hinum sögufræga velli.
„Það hafa mörg frábær mót verið haldið á St. Andrews í gegnum tíðina og loksins er komið að því að halda Opna Breska í öldungaflokki þar“ sagði Martin Slumber framkvæmdastjóri R&A. „Við vitum að áhorfendur á svæðinu vita allt um golf og við erum viss um að það muni mæta og horfa á mótið.“
Gera má ráð fyrir því að Slumber hafi rétt fyrir sér enda eru margir frábærir kylfingar sem leika á mótaröð eldri kylfinga. Opna Bresta meistaramót eldri kylfinga mun fara fram á Carnoustie á þessu ári og á næsta ári tekur Royal Porthcawl við.