Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Öllum háskólaíþróttum aflýst í Bandaríkjunum
Helga Kristín Einarsdóttir er ein þeirra sem hefur lokið leik fyrir sinn háskóla.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 13. mars 2020 kl. 12:30

Öllum háskólaíþróttum aflýst í Bandaríkjunum

Vorönnin í háskólagolfinu í Bandaríkjunum var komin á fullt eftir vetrarfrí og voru kylfingar og lið að undirbúa sig fyrir lokahnykk tímabilsins í von um það að ná góðum árangri í NCAA lokamótinu.

Nú hefur NCAA háskóladeildin aftur á móti aflýst öllum íþróttum á vorönnini, þar með talið golfi, og hafa því allir íþróttamenn lokið leik á þessari önn vegna kórónaveirunnar og áhrifa hennar á þjóðfélagið.

Margir skólar voru nú þegar farnir að draga sig úr leik vegna ástandsins.

Þeir íþróttamenn sem voru á sínu síðasta ári hafa því lokið sínum ferli en margir hafa biðlað til NCAA að gefa íþróttamönnum möguleika á því að stunda íþrótt sína eitt ár til viðbótar.

Margir íslenskir íþróttamenn stunda nám við háskóla í Bandaríkjunum, þar með talið golfarar. Það er því ljóst að tímabilinu er lokið.