Public deli
Public deli

Fréttir

Opið kvennamót á Hellu og Kríumót á Snæfellsnesi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 11. maí 2023 kl. 06:11

Opið kvennamót á Hellu og Kríumót á Snæfellsnesi

Fyrstu opnu mót ársins verða um helgina en þá geta kylfingar farið í Kríumót hjá Golfklúbbi Staðarsveitar á Snæfellsnesi og konum stendur til boða Opna Lancome kvennamótið á Hellu. 

Nokkrir vellir hafa tilkynnt opnun á sumarflatir næstu daga, m.a. Hamarsvöllur í Borgarnesi. Nágranni hans á Akranesi, Garðavöllur verður opnaður 16. maí en var með foropnun fyrir félaga í vikunni.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Eins og komið hefur fram í fréttum á kylfingi.is er ástand valla mjög víða mun verra en oft áður og því nokkrir dagar í opnun eða jafnvel vikur.