Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Paul Goydos vann lokamót Champions Tour | Langer stigameistari
Bernhard Langer og Paul Goydos
Mánudagur 14. nóvember 2016 kl. 08:00

Paul Goydos vann lokamót Champions Tour | Langer stigameistari

Paul Goydos vann Charles Schwab Cup mótið í Arizona sem var lokamót tímabilsins á Champions mótaröð PGA fyrir kylfinga 50 ára og eldri. Goydos lék hringina þrjá á 62-67-66 höggum eða 15 höggum undir pari samtals og vann með 2 höggum. Bernhard Langer endaði í öðru sæti á 13 höggum undir pari eftir að hafa spilað á 67-66-64 höggum. Í þriðja sæti var Colin Montgomerie en hann endaði á 11 höggum undir pari eftir hringi upp á 65-66-68 högg. 

Bernhard Langer vann Schwab bikarinn þriðja árið í röð sem er stigalisti Champions mótaraðarinnar. Með bikarnum fylgdi 1 milljón dollara í bónus sem samsvarar um 112 milljónum króna. Colin Montgomerie endaði í öðru sæti á listanum en Paul Goydos í þriðja sæti.

Örninn 2025
Örninn 2025

Langer er með 29 sigra á Champions mótaröðinni frá árinu 2007 og þar af 7 risatitla. Hale Irwin er sá eini sem hefur unnið oftar á mótaröðinni en hann er með 45 sigra á ferlinum. 

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.

Eftir Dag Ebenezersson
[email protected]