Golfbúðin haustútsala
Golfbúðin haustútsala

Fréttir

Peter á nærbuxnaslóðum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 16:20

Peter á nærbuxnaslóðum

„Það var frekar mögnuð tilfinning að lesa frétt á kylfingur.is í gær um Kenya Open mót á European Tour á Karen golfvellinum hafi verið frestað vegna Covid19. Ég var einmitt að skoða völlinn sama dag. Þeir voru á fullu að taka niður áhorfendapalla og fleira sem tengist mótshaldinu,“ segir Peter Salmon hjá VITA-golf en í frétt kylfings.is var sagt frá frestun móts á Evrópumótaröð karla sem fara átti fram 12.-15. mars á Karen golfvellinum.

Peter segir að völlurinn sé nefndur eftir Karen Blixen, frægum dönskum rithöfundi sem bjó við völlinn í mörg ár.

Peter var þarna að skoða aðstæður vegna hugsanlegrar ferðar sem hann er að skipuleggja á vegum VITAgolf. Hann var þar síðast árið 2007 sem hann segir að hafi verið mjög eftirminnileg, kannski vegna þess að þá gerði hann sér lítið fyrir og sló högg úr vatnstorfæru, á nærbuxunum einum fata.

Peter á Karen vellinum í Kenýa í mars 2020.