Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

PGA: Burgoon leiðir á CIMB Classic
Bronson Burgoon.
Fimmtudagur 11. október 2018 kl. 10:11

PGA: Burgoon leiðir á CIMB Classic

Bandaríkjamaðurinn Bronson Burgoon er í forystu eftir fyrsta hringinn á CIMB Classic mótinu sem fer fram í Kuala Lumpur á PGA mótaröðinni.

Burgoon lék fyrsta hringinn á 9 höggum undir pari og er höggi á undan Austin Cook sem er annar. Burgoon fékk alls 8 fugla, einn skolla og einn örn á hringnum og gerði fá mistök.

Scott Piercy, Billy Horschel og C.T. Pan deila þriðja sætinu á 7 höggum undir pari en þeir eru höggi á undan Justin Thomas sem vann þetta mót árin 2015 og 2016.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is