Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

PGA: Burns með mikla yfirburði
Sam Burns.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 20. febrúar 2021 kl. 11:13

PGA: Burns með mikla yfirburði

Sam Burns hélt uppteknum hætti á öðrumhring Genesis Invitational mótsins í gær er hann átti besta hring dagsins annan daginn í röð. Hann er samtals á 12 höggum undir pari og jafnaði þar með besta skor sem hefur verið leikið á fyrstu 36 holum mótsins.

Burns lék óaðfinnanlega í gær þegar hann kom í hús á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hann fékk tvo fugla á fyrr níu holunum og á þeim síðari bætti hann við þremur. Hann er samtals á 12 höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Til marks um hversu góð spilamennska hans hefur verið fyrstu þá er hann með fimm högga forystu.

Örninn 2025
Örninn 2025

Fjórir kylfingar eru jafnir í öðru sætiá sjö höggum undir pari, þar á meðal er efsti maður heimslistans, Dustin Johnson. Jason Kokrak Joaquin Niemann er einnig á sjö höggum undir pari ásamt Tyler McCumber, sem geggst undir aðgerð á fingri síðastliðinn þriðjudag. Johnson lék best í gær af þeim fjórum en hann lék á 67 höggum á meðan hinir léku allir á 68 höggum.

Margir af bestu kylfingum heims komust ekki í gegnum niðurskurðinn, þar á meðal var Rory McIlroy sem hefur átt erfitt uppdráttar á þessu móti í gegnum árin.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.