Fréttir

PGA: Burns með mikla yfirburði
Sam Burns.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 20. febrúar 2021 kl. 11:13

PGA: Burns með mikla yfirburði

Sam Burns hélt uppteknum hætti á öðrumhring Genesis Invitational mótsins í gær er hann átti besta hring dagsins annan daginn í röð. Hann er samtals á 12 höggum undir pari og jafnaði þar með besta skor sem hefur verið leikið á fyrstu 36 holum mótsins.

Burns lék óaðfinnanlega í gær þegar hann kom í hús á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hann fékk tvo fugla á fyrr níu holunum og á þeim síðari bætti hann við þremur. Hann er samtals á 12 höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Til marks um hversu góð spilamennska hans hefur verið fyrstu þá er hann með fimm högga forystu.

Fjórir kylfingar eru jafnir í öðru sætiá sjö höggum undir pari, þar á meðal er efsti maður heimslistans, Dustin Johnson. Jason Kokrak Joaquin Niemann er einnig á sjö höggum undir pari ásamt Tyler McCumber, sem geggst undir aðgerð á fingri síðastliðinn þriðjudag. Johnson lék best í gær af þeim fjórum en hann lék á 67 höggum á meðan hinir léku allir á 68 höggum.

Margir af bestu kylfingum heims komust ekki í gegnum niðurskurðinn, þar á meðal var Rory McIlroy sem hefur átt erfitt uppdráttar á þessu móti í gegnum árin.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.