Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Riviera að fara illa með suma af bestu kylfingum heims
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 19. febrúar 2021 kl. 23:22

Riviera að fara illa með suma af bestu kylfingum heims

Margir af bestu kylfingum heims hafa átt erfitt uppdráttar þessa vikuna á Riviera vellinum þar sem Genesis Invitational mótið fer fram á PGA mótaröðinni. Meðal kylfinga sem hafa lokið leik eftir þessa vikuna eru fyrrum efstu menn heimslistans, Rory McIlroy og Justin Thomas, og Bryson DeChambeau.

Mcilroy lék fyrstu tvo hringina á Riviera vellinum á samtals sjö höggum yfir pari og er hann á meðal neðstu manna. Á fyrstu tveimur hringjunum náði hann sér aðeins í þrjá fugla en á móti er hann búinn að fá átta skolla og einn tvöfaldan skolla.

Thomas er búinn að leika enn verr og er hann á samtals átta höggum yfir pari. Hann hefur til að mynda nælt sér í fjóra tvöfalda skolla og sex skolla.

DeChambeau lék best af þeim þremur en hann lék fyrstu tvo hringi mótsins á tveimur höggum yfir pari. Þrátt fyrir að töluvert af kylfingum eigi eftir að ljúka leik þá er ljóst að hann kemst heldur ekki í gegnum niðurskurðinn.

Örninn járn 21
Örninn járn 21