Fréttir

PGA: English eykur forystu sína
Harris English.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 9. janúar 2021 kl. 18:34

PGA: English eykur forystu sína

Það er Bandaríkjamaðurinn Harris English sem hefur leikið bestu fyrstu tvo hringi Sentry Tournament of Champions mótsins en mótið er það fyrsta sem er leikið á árinu 2021.

English var jafn í efsta sæti eftir fyrsta hring og lét þá forystu ekki af hendi heldur bætti hann frekar í. Eftir annan hring upp á 67 högg er English á samtals 14 höggum undir pari, tveimur höggum betri en næstu menn.

Það eru fjórir kylfingar sem eru jafnir í öðru sæti á 12 höggum undir pari, þar á meðal er Justin Thomas sem var jafn English eftir fyrsta hringinn. Ásamt Thomas eru það þeir Collin Morikawa, Daniel Berger og Ryan Palmer sem eru á 12 höggum undir pari.

Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, sýndi mátt sinn og megin í gær þegar að hann kom í hús á 65 högg, eða átta höggum undir pari. Hann er nú kominn á 10 högg undir pari og er jafn í 10. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu en þriðji hringur efst bráðlega.