Fréttir

PGA: Frábær skor á fyrsta hring Travelers Championship mótinu
Mackenzie Hughes.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 25. júní 2020 kl. 22:59

PGA: Frábær skor á fyrsta hring Travelers Championship mótinu

Fyrsti hringur Travelers Championship mótsins hófst í dag og á má með sanni segja að skor hafi verið góð á fyrsta hringnum. Efsti maður er á 10 höggum undir pari og af þeim 156 kylfingum sem hófu leik léku 106 undir pari.

Kanadamaðurinn Mackenzie Hughes lék á 60 höggum eða 10 höggum undir pari og er hann einn í efsta sætinu eftir daginn. Hughes fékk 10 fugla á hringnum, þar af fimm í röð á holum 14-18. Hann hóf leik á 10. holu og átti pútt fyrir 59 höggum á lokaholu dagsins en skildi púttið eftir of stutt. Forysta hans er engu að síður þrjú högg.

Næstu menn eru á sjö höggum undir pari en þeir Rory McIlroy, Xander Scauffele og Viktor Hovland voru allir á því skori. Sex kylfingar eru svo jafnir á sex höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.