Golfbúðin #Siglo
Golfbúðin #Siglo

Fréttir

PGA: Morikawa með þriggja högga forystu þegar leik var frestað
Collin Morikawa.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 11. júlí 2020 kl. 12:35

PGA: Morikawa með þriggja högga forystu þegar leik var frestað

Fresta þurfti leik á öðrum degi Workday Charity Open mótsins vegna veðurs í gær. Þegar leik var frestað var Collin Morikawa einn í forystu á samtals 13 höggum undir pari.

Morikawa var einn af þeim sem náði að klára hringinn í gær. Hann fygldi eftir góðum fyrsta hring með hring upp á 66 högg í gær eða sex höggum undir pari. Hann lék fyrri níu holurnar á höggi undir pari en á þeim síðari datt hann í mikið stuð og fékk sex fugla og einn skolla.

Jafnir í öðru sæti þremur höggum á eftir Morikawa eru þeir Kevin Streelman og Justin Thomas. Streelman átti besta hring mótsins til þessa í gær er hann kom í hús á 64 höggum eða átta höggum undir pari. Á meðan lék Thomas á 66 höggum og eru þeir báðir á 10 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.