Fréttir

PGA: Na færist upp í 2. sæti FedEx listans
Kevin Na.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 10:24

PGA: Na færist upp í 2. sæti FedEx listans

Eftir sigurinn á Shriners Open mótinu á PGA mótaröðinni um síðustu helgi er Bandaríkjamaðurinn Kevin Na kominn upp í 2. sæti FedEx stigalistans.

Na var í 48. sæti fyrir helgina en er nú einungis 52 stigum á eftir Sebastian Munoz sem er efstur. Í þriðja sæti er Cameron Champ og í því fjórða er Joaquin Niemann en allir fjórir efstu kylfingarnir eiga það sameiginlegt að hafa unnið mót á núverandi tímabili.

Adam Hadwin frá Kanada er efsti kylfingurinn á listanum sem á enn eftir að sigra á tímabilinu en hann er í 5. sæti eftir að hafa endað meðal 10 efstu í tvígang.

Næsta mót á PGA mótaröðinni er Houston Open sem fer fram dagana 10.-13. október.

Staða efstu manna:

1. Sebastian Munoz, 605 stig
2. Kevin Na, 553 stig
3. Cameron Champ, 526 stig
4. Joaquin Niemann, 506 stig
5. Adam Hadwin, 415 stig
6. Sungjae Im, 352 stig
7. Patrick Cantlay, 315 stig
7. Harris English, 240 stig

Hér er hægt að sjá stöðuna á listanum í heild sinni.