Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

PGA: Rahm sigraði í bráðabana eftir dramatíska lokaholu
Jon Rahm
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 31. ágúst 2020 kl. 09:55

PGA: Rahm sigraði í bráðabana eftir dramatíska lokaholu

BMW Championship mótinu á PGA mótaröðinni lauk í gær og réðust úrslitin ekki fyrr en í bráðabana. Jon Rahm var með eins höggs forystu á Dustin Johnson þegar sá fyrrnefndi hafði lokið leik en Johnson átti þá eftir að leika 18 holuna. Það var því ekkert annað en fugl í boði fyrir Johnson á 18. holunni og gerði hann sér lítið fyrir og setti niður um 12 metra pútt til þess að jafna við Rahm.

Rahm hefur þá líklegast bölvað mistökum sínum á þriðja hring þar sem hann fékk eitt högg í víti fyrir að gleyma að merkja boltann sinn. Því varð þó ekki breytt og léku þeir Rahm og Johnson 18. holuna í bráðabananum. Svo fór að Rahm fékk fugl á meðan Johnson fékk par og gat Rahm því varpað öndinni léttar.

Niðurstaðan var því sú að Rahm stóð uppi sem sigurvegari á samtals fjórum höggum undir pari. Johnson endaði í 2. sæti, einnig á fjórum höggum undir pari, og þeir Joaquin Niemann og Hideki Matsuyama enduðu jafnir í þriðja sæti á samtals tveimur höggum undir pari.

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.