Fréttir

PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
Patrick Reed. Mynd: Golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 31. janúar 2021 kl. 23:02

PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open

Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði í dag á Farmes Insurance Open mótinu sem fór fram á PGA mótaröðinni í golfi. Reed lék hringina fjóra í mótinu á 14 höggum undir pari og varð að lokum fimm höggum á undan fimm kylfingum.

Reed var jafn Carlos Ortiz fyrir lokahringinn en sá síðarnefndi lék illa á lokahringnum og kom inn á 6 höggum yfir pari. Á sama tíma lék Reed öruggt golf og kom inn á 4 höggum undir pari.

Baráttan um sigurinn var helst á milli þeirra Reed og Viktor Hovland á lokahringnum en Norðmaðurinn ungi fékk þrjá skolla á síðustu fimm holunum á meðan Reed hélt sínu striki. Hovland endaði jafn þeim Henrik Norlander, Tony Finau, Ryan Palmer og Xander Schauffele í öðru sæti.

Þetta er níundi sigur Reed á PGA mótaröðinni sem heldur áfram að stimpla sig sem einn besti kylfingur heims.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Sjá einnig:

Reed enn og aftur í sviðsljósinu