Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

PGA: Rory efstur ásamt fleirum
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 9. júní 2019 kl. 08:00

PGA: Rory efstur ásamt fleirum

Þriðji hringur RBC Canadian Open mótsins var leikinn í gær og er það Rory McIlroy sem er í forystu eftir daginn ásamt þeim Webb Simpson og Matt Kuchar.

McIlroy átti besta hring gærdagsins en hann kom í hús á 64 höggum, eða sex höggum undir pari. Þetta var þó fjórum höggum frá besta hring mótsins en Brandt Snedeker lék á 60 höggum annan daginn eins og greint var frá í gær.

Simpson kom í hús á 67 höggum í gær en á hringnum fékk hann 15 pör og þrjá fugla. Kuchar lék á 69 höggum, eða einu höggi undir pari, og eru þeir þrír á samtals 13 höggum undir pari.

Næstu menn eru aðeins höggi á eftir, eða 12 höggum undir pari. Það eru það eru þeir Shane Lowry, Brandt Snedeker og heimamaðurinn Adam Hadwin.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.