Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

PGA: Scheffler og Landry í algjörum sérflokki
Scottie Scheffler.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 19. janúar 2020 kl. 08:00

PGA: Scheffler og Landry í algjörum sérflokki

Það má segja að þeir Scottie Scheffler og Andrew Landry séu í algjörum sérflokki á The American Express mótinu en einum hring er ólokið. Scheffler og Landry eru fjórum höggum á undan Rickie Fowler sem var jafn Scheffler fyrir þriðja hring mótsins.

Leikið er á þremur völlum; Nicklaus Tournament vellinum, La Quinta vellinum og Stadium vellinum. Scheffler og Fowler léku báðir á Stadium vellinum og á meðan Scheffler lék við hvern sinn fingur náði Fowler sér ekki almennilega á strik. Scheffler lék á 66 höggum, eða sex höggum undir pari, á meðan Fowler lék á 70 höggum.

Landry lék á Nicklaus Tournament vellinum og kom í hús á 65 höggum í gær, eða sjö höggum undir pari. Landry og Scheffler eru báðir á 21 höggi undir pari fyrir lokahringinn. Fowler er næstur á 17 höggum undir pari.

Lokadagur mótsins verður leikinn á Stadium vellinum og veðrur hægt að fylgjast með skori keppenda hérna.