Fréttir

PGA: Spieth jafn á toppnum eftir frábæran hring
Jordan Spieth.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 7. febrúar 2021 kl. 13:24

PGA: Spieth jafn á toppnum eftir frábæran hring

Það var Jordan Spieth sem lék best á þriðja degi Waste Management Phoenix Open mótinu og er hann jafn í efsta sætinu ásamt Xander Schauffele fyrir lokahringinn. Þeir félagar eru þremur höggum á undan næstu mönnum.

Spieth, sem var um tíma efsti maður heimslistans en er nú í 92. sæti heimslistans, lék við hvern sinn fingur í gær og kom í hús á 61 höggum, eða 10 höggum undir pari. Hann fékk fjóra fugla á fyrsti níu holunum og á þeim síðari bætti hann við sex fuglum. Schauffele lék líka vel í gær og kom í hús á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Eftir skolla á annarri holu dagsins fékk Schauffele sjö fugla og restina pör.

Spieth og Schauffele eru á samtals 18 högum undir pari fyrir lokahringinn. 

Jafnir í þriðja sæti á 15 höggum undir pari eru þeir Scottie Scheffler og Kyoung-Hoon Lee. Þeir léku báðir á 66 höggum í gær, eða fimm höggum unidr pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.