Golfbúðin #Hamar
Golfbúðin #Hamar

Fréttir

PGA: Thompson og Werenski jafnir fyrir lokahringinn
Michael Thompson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 26. júlí 2020 kl. 12:37

PGA: Thompson og Werenski jafnir fyrir lokahringinn

Þriðji hringur 3M Open mótsins á PGA mótaröðinni fór fram í gær og eru það þeir Michael Thompson og Robin Werenski sem deila efsta sætinu fyrir lokadaginn.

Líkt og eftir annan daginn eru þeir félagar jafnir í efsta sætinu en í gær léku þeir báðir á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Þeir eru því samtals á 15 höggum undir pari fyrir lokdaginn. Thompson gæti með sigri í dag unnið sitt annað mót á PGA mótaröðinni og fyrsta síðan árið 2013. Werenski aftur á móti fagnaði sínum fyrsta sigri á mótaröðinni.

Jafnir í þriðja sæti á 13 höggum undir pari Charl Schwartzel og Tony Finau. Schwartzel átti einn af betri hringjum gærdagsins er hann kom í hús á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Á meðan lék Finau á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.