Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Phrankenwood kylfan hjá Mickelson svínvirkar
Þessi nýja kylfa frá Callaway hefur vakið athygli.
Mánudagur 22. apríl 2013 kl. 10:12

Phrankenwood kylfan hjá Mickelson svínvirkar

- Slær lengra með kylfu sem lítur út eins og 3-tré en með drævernum

Einn af helstu kostum þess að vera atvinnumaður á PGA-mótaröðini er að geta unnið..

Einn af helstu kostum þess að vera atvinnumaður á PGA-mótaröðini er að geta unnið með kylfuframleiðendum og hanna kylfur eftir þínum þörfum. Phil Mickelson skartaði nýrri golfkylfu í Masters mótinu í síðustu viku.

Callaway hannaði nýja kylfu fyrir Mickelson sem kallast Phrankenwood og má segja að það sér samblanda af dræver og 3-tré. Mickelson átti frumkvæðið að hönnun kylfunar en hann fór að nota Callaway X Hot brautartré í febrúar. Hann var að slá mun lengra með 3-trénu en hann hafði gert áður og var farinn að slá svipað langt með 3-trénu og hann var vanur að gera með drævernum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Mickelson fór því á fund með hönnunarteymi Callaway og lét þá hanna fyrir sig kylfu sem væri byggð á sömu hönnun og X Hot brautartréið. Niðurstaðan er kylfa sem er með kylfuhaus sem er með 8,5° fláa, 250cc að stærð og með 45" löngu skafti. Venjulega þá eru dræverar með 460cc haus og því er svo sannarlega um óvenjulega kylfu að ræða. Kylfan skilar meiri högglengd og hjálpar Mickelson einnig að hafa betri stjórn á boltanum.

 


„Þetta er dræver sem lítur út eins og 3-tré. Það er samt vegna þess að dræveranrir eru svo stórir í dag – áður fyrr þá voru dræverar í þessari stærð. Við skulum frekar segja að þetta sé endurbætt 3-tré,“ segir Mickelson.

Árangurinn með Phrankenwood hefur einnig verið mjög góður. Mickelson hitti 40 af 56 brautum á Masters mótinu og var í topp-10 yfir hitta brautir í mótinu. Mickelson er yfirleitt meðal neðstu manna á PGA-mótaröðinni yfir hitta brautir. Hann hitti átta fleiri brautir í Masters mótinu en Adam Scott sem að lokum sigraði í mótinu.

Callaway X Hot Phrankenwood mun ekki fara í almenna framleiðslu og því mun almenningur ekki geta spreytt sig á þessari spennandi kylfu. Hins vegar mun Callaway bjóða fram endurbætt X Hot 3Deep brautartré sem fer í sölu í lok apríl.